Tetra er talstöðvakerfi sem sniðið er að þörfum viðbragðsaðila. Kerfið er samtengt og nær yfir stóran hluta landsins. Margir aðilar geta notað Tetra talstöðvakerfið á sama tíma án þess að truflun verði á sambandi og hægt er að tengja saman aðila á landinu öllu eftir þörfum.

Allar neyðarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu hafa aðgang að Tetra talstöð og er hún notuð til þess að vera í sambandi við aðgerðastjórn almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, AST, í almannavarnaástandi.

Leiðbeiningar fyrir neyðarstjórnir varðandi notkun á Tetra talstöðvakerfinu má finna hér.